Fjarskiptatækni 2

 UHF / DVB / TRIAX

  • Nýja kynslóðin í skýjatengdum höfuðstjórnstöðvum DVB dreifikerfa.
  • X margar inngangsrásir eru X tengdar X mörgum útgangsrásum. 
  • Farið er í að skipuleggja uppsetningu íhluta kerfisins og kynnst helstu íhlutum. 
  • Farið verður yfir forritunarviðmót umsjónaraðila kerfisins. 
  • Skýjalausnir eru kynntar og hvernig umsjónaraðili getur stýrt og stjórnað kerfinu af netinu. 
  • Farið verður yfir DVB umhverfið og þá möguleika sem það getur boðið upp á. 

Kynntar verða helstu aðgerðir og hugtök í hefðbundnu DVB og head-end/IPTV Multicast kerfum. Unnin verða verkleg verkefni 3-4 per stöð, uppsetning, gangsetning og frumstillingar. Farið verður í dýpri verklegar æfingar á stjórnkerfi Triax höfuðstöðva sem eru mikið notaðar núna í hótel, sjúkrahús og skipa kerfum.

Kynntir verða möguleikarnir með Ethernet yfir Kóax, sem getur sparað mikið með því að nota kapal sem er til staðar.

Undirstaða: Sveinspróf í rafiðngreinum, Loftnetakerfi x, Netkerfi 1 (eða sambærilegt), grunnþekking á netkerfum, almenn tölvukunnátta. 

Fyrir hverja: Rafiðnaðarmenn sem stefna á að vinna við hin nýju dreifikefi DVB sjónvarps/útvarpsstöðva, hönnuði dreifikerfa DVB-T,C,S merkja og þá sem vilja þekkja þetta umhverfi.

Kennari: Gestakennarar frá Danmörku munu sjá um námskeiðið sem verður kennt á ensku.

Tímalengd: 2 dagar/16 klst 

 

Einingar í meistaranámi:  1 ein (rafeindavirkjameistarinn).

Fjarskiptatækni 2 minni