DALI hússtjórnarkerfi

Dali hússtjórnarkerfi

Lýsing: Farið er í möguleika raflagnakerfa við stýringu, t.d. lýsinga, loftræstinga, gluggaopnana, vöktunar, skráningar og samskipta heimilistækja, sima-, tölvu- og öryggiskerfa. Uppistaðan er DALI stýringar. Notkun forrita er kynnt og þjálfuð, þá aðallega í "Designer 5" sem er nýjasta útgáfan og einnig er notast við eldri útgáfu, "Designer 4". Uppsetning þessara forrita og búnaðar frá Helvar hefur verið notuð víða um land og gefur fjölbreytta möguleika á stjórnbúnaði. Markmiðið er að þeir sem sækja námskeiðið kynnist DALI forritun ítarlega.

Leiðbeinandi: Oliver Jóhannsson, viðurkenndur DALI leiðbeinandi

Fyrir hverja: Námskeiðið er hluti af meistaraskóla rafvirkja en er einnig opið sem endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem uppfylla forkröfur.  

Forkröfur: Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun. 

Tímalengd: 2 dagar/12 klst.

 

Dagsetning Kennslutími
29.03.2019 - 30.03.2019 13:00-17:30 (30. mars 08:30-16:00 ) Skráning