Körfukrananámskeið (Spjót)

Bóklegt frumnámskeið í skráningarflokki D (spjót/skotbómur) sem veitir rétt til að taka verklega þjálfun undir stjórn leiðbeinanda á viðkomandi vinnuvél.

Samanber reglur um réttindi til að stjórna vinnuvél (nr. 198/1983) verður viðkomandi að hafa til þess sérstök vinnuvélaréttindi. En með þessum reglum er verið að tryggja þekkingu, þjálfun og öryggi þeirra sem nota þessi tæki.

Námskeiðið er bóklegt þar sem farið er yfir helstu öryggis- og slysamál samfara notkun þessara tækja. Námskeiðið er hugsað fyrir þá aðila sem vegna starfa þurfa að nota vinnuvél við vinnu.

Dagsetning Kennslutími
07.02.2019 - 08.02.2019 09:00-16:00 ( 8. febrúar 09:00-13:00 ) Skráning