Nám

3. apr
Endurmenntun

Brunaþéttingar

Námskeið kennt í fjarkennslu. Farið er yfir hinar ýmsu gerðir af brunaþéttingum. Fylgt er reglugerð um brunavarnir, einnig læra nemendur skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra, notkunarsviði og helstu reglum þar um.
Brunaþéttingar
8. apr
Endurmenntun

ÍST200 Staðallinn

Námskeið kennt í fjarkennslu. Viðfangsefni námskeiðsins er ÍST200: 2020, fræðsla um helstu áherslur staðalsins sem kemur að raflögnum bygginga ofl. Leiðbeinandi: Svanur Baldursson í framkvæmdaráði Rafstaðlaráðs
ÍST200 Staðallinn
15. apr
Meistaraskóli rafvirkja

Öryggis- og vinnuvistfræði

Viðfangsefni áfangans er kröfur til atvinnurekanda varðandi heilsuvernd , vinnuvernd , vinnuöryggi , verklag og tengd málefni sem koma að ábyrgð þess að vera með sjálfstæðan fyrirtækjarekstur. Ásamt þeim kröfum sem viðskiptavinir geta haft varðandi vinnulag og öryggisráðstafanir.
Öryggis- og vinnuvistfræði
16. apr - 17. apr
Endurmenntun

Netþjónusta 2

UniFi / WiFi, nýja kynslóðin í þráðlausum netkerfum. Viðfangsefni áfangans er UniFi / WiFi, farið verður í að skipuleggja uppsetningu og kynnast helstu íhlutum kerfisins. Einnig verður farið yfir forritunarviðmót umsjónaraðila kerfisins. Skýjalausnir eru kynntar og hvernig umsjónaraðili getur stýrt og stjórnað kerfinu af netinu.
Netþjónusta 2
16. apr - 18. apr
Meistaraskóli rafvirkja

Stýringar - iðntölvur I

Ekki er mögulegt að kenna námskeiðið í fjarkennslu, Námskeiðinu hefur verið frestað. Rétt dagsetning auglýst síðar en opið er fyrir umsóknir.
Stýringar - iðntölvur I
20. apr - 21. apr
Endurmenntun

Inngangur að markaðsfræði

Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallarkenningar markaðsfræðinnar þannig að þátttakendur eigi auðveldar með að taka þátt í og sinna markaðsmálum í smærri fyrirtækjum. Námskeiðið hentar einyrkjum og starfsmönnum smærri fyrirtækja sem og þeim sem hafa áhuga á markaðsmálum almennt. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta útskýrt grundvallarhugtök markaðsfræðinnar, geta rætt um markhópa, markaði, vörumerki, væntingar og gap líkan þjónustu.
Inngangur að markaðsfræði
20. apr
Meistaraskóli rafvirkja

Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa

Viðfangsefni áfangans er uppbygging jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir í lág- og smáspennukerfum.
Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa
22. apr
Endurmenntun

Vinnuslys

Námskeið kennt í fjarkennslu. Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum því slys? Hvaða vinnuslys á að skrá innanhúss og hvaða vinnuslys á að tilkynna Vinnueftirlitinu? Hvers vegna er mikilvægt er að skrá vinnuslys skipulega og miðla upplýsingum um þau? Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að koma í veg fyrir þau.
Vinnuslys
24. apr
Meistaraskóli rafvirkja

Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa

Viðfangsefni áfangans er uppbygging jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir í lág- og smáspennukerfum.
Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa
4. maí - 5. maí
Endurmenntun

Helvar DALI Ljósastýringar - Grunnnámskeið

Viðfangsefni áfangans er Helvar DALI íhlutir – Forritun í Designer
Helvar DALI Ljósastýringar - Grunnnámskeið
7. maí
Endurmenntun

Stafrænar eftirlitsmyndavélar

Viðfangsefni áfangans er uppbygging stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
Stafrænar eftirlitsmyndavélar
7. maí - 9. maí
Meistaraskóli rafvirkja

Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar

Námskeið kennt í fjarkennslu. Farið verður yfir hina ýmsu íhluti brunaviðvörunarkerfa, eiginleika þeirra, notkunarsvið, lagnir og tengingar. Þá er fjallað um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar
8. maí - 10. maí
Meistaraskóli rafvirkja

Varmadælur og kælitækni

Viðfangsefni áfangans er að kynna nemendur fyrir grundvallartækni varmaflutnings með kælitækni.
Varmadælur og kælitækni
11. maí
Endurmenntun

Rafmagnsöryggi (RAFM08ÖRYG)

Viðfangsefni áfangans er rafmagnsöryggi. Fjallað er um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.
Rafmagnsöryggi (RAFM08ÖRYG)
20. maí
Endurmenntun

Vinna í hæð

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna nemendum fjölda leiða sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir fall úr hæð. Meðal annars er fjallað um frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana, stiga, öryggisbelti og línu o.fl.
Vinna í hæð