Nám

23. okt
Endurmenntun

Kunnáttumenn (MRAT08KUNN)

Viðfangsefni áfangans er að fara yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Einnig verður farið yfir uppbyggingu og kröfur í rafmagnsöryggisstjórnkerfum (RÖSK) ásamt reglum um hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu.
Kunnáttumenn (MRAT08KUNN)
24. okt
Endurmenntun

LED sjónvarps- og sviðslýsing

LED tæknin er að ryðja sér til rúms í sjónvarps- og viðburðarlýsingu, henni fylgja ný hugtök og staðlar sem leitast verður við að útskýra, bæði fræðilega í formi fyrirlesturs sem og með verklegum sýnidæmum. Námskeiðinu er ætlað að samræma tungumál þeirra sem koma að uppsetningu og lýsingu hvers konar viðburða.
LED sjónvarps- og sviðslýsing
24. okt - 26. okt
Meistaraskóli rafvirkja

Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar (MÖRY4BB02)

Viðfangsefni áfangans er um hina ýmsu íhluti brunaviðvörunarkerfa, eiginleika þeirra, notkunarsvið, lagnir og tengingar.
Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar (MÖRY4BB02)
25. okt - 26. okt
Meistaraskóli rafvirkja

Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa (MJAR4MS01)

Viðfangsefni áfangans er uppbygging jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir í lág- og smáspennukerfum.
Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa (MJAR4MS01)
28. okt - 30. okt
Endurmenntun

PIC/ARDUINO (STÝR12PIC)

Viðfangsefni áfangans er að fara yfir uppbyggingu og virkni PIC Örgjörvarása, forritun, og tengingu þeirra. Þátttakendur fá þjálfun í að leysa misflókin stýriverkefni forrita, þau og prófa.
PIC/ARDUINO (STÝR12PIC)
31. okt - 9. nóv
Endurmenntun

KNX Basic

Í námskeiði er lögð áhersla á að nemendur kynnist flóknari forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum, tilgangi þeirra og möguleikum. Farið er í möguleika EIB/KNX kerfisins og hvernig má nota það við stýringu t.d. hitagerla, skjáa, veðurstöðva og ljósasena.
KNX Basic
31. okt - 2. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Forritanleg raflagnakerfi II A (MRAK4KX01)

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist flóknari forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum, tilgangi þeirra og möguleikum.
Forritanleg raflagnakerfi II A (MRAK4KX01)
1. nóv
Endurmenntun

Kunnáttumenn (MRAT08KUNN)

Viðfangsefni áfangans er að fara yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Einnig verður farið yfir uppbyggingu og kröfur í rafmagnsöryggisstjórnkerfum (RÖSK) ásamt reglum um hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu.
Kunnáttumenn (MRAT08KUNN)
2. nóv - 3. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Stýringar - loftstýringar (MSTY4LO01)

Viðfangsefni áfangans eru loftstýringar. Nemendur lesa úr algengustu loftstýritáknum, læra að hanna einföld loftstýrikerfi, tengja loftstýrikerfi og finna bilanir í þeim.
Stýringar - loftstýringar (MSTY4LO01)
4. nóv - 5. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Rafhreyflar (MRAH4MS01)

Viðfangsefni áfangans er að fjallað um hinar ýmsu gerðir rafmótora, allt frá jafnstraumsvél til riðstraumsvéla, ásamt ýmsum stýringum fyrir mótora. Einnig er farið yfir helstu gerðir rafala og spennustýribúnað þeirra.
Rafhreyflar (MRAH4MS01)
5. nóv - 8. nóv
Endurmenntun

Flutningur merkja IP (SJON24IP)

Á þessu námskeiði er farið yfir flutning sjónvarpsmerkja innan sjónvarpsstöðva og milli starfsstöðva þeirra, að breyta merkinu úr því að vera SDI merki á coaz kalfi yfir í að vera á IP formi.
Flutningur merkja IP (SJON24IP)
6. nóv
Endurmenntun

Rafmagnsöryggi (RAFM08ÖRYG)

Viðfangsefni áfangans er rafmagnsöryggi. Fjallað er um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.
Rafmagnsöryggi (RAFM08ÖRYG)
7. nóv - 9. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Reglugerðir og rafdreifikerfi (MREG4MS06)

Viðfangsefni áfangans er að auka þekkingu nemenda á raforkudreifikerfinu og einstökum hlutum þess, kynnast stöðlum og reglugerðum sem lúta að störfum rafiðnaðarmanna, læra að þekkja aðferðir til að verjast tjóni sem rafmagn getur haft á líf, heilsu og eignir manna, læra að gera prófanir og úttektir á veitukerfum, læra að annast skýrslugerð og skjalavörslu vegna prófana og úttekta á veitukerfum.
Reglugerðir og rafdreifikerfi (MREG4MS06)
8. nóv - 9. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Forritanleg raflagnakerfi II B

Áfanginn er framhald af forritanleg raflagnakerfi II A. að loknum báðum áföngunum fá þátttakendur Basic diplom frá KNX
Forritanleg raflagnakerfi II B
12. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Fjarskiptakerfi - reglugerðir og staðlar (MFJA4MS01)

Viðfangsefni áfangans er m.a. kerfishönnun, lagnir, frágang búnaðar, mælingar, skýrslugerð, staðla fjarskiptalagna í íbúðarhúsnæði, loftnetskerfi, netkerfi, símkerfi, hússtjórnarkerfi og tækni og búnað sem tilheyra notkun hans.
Fjarskiptakerfi - reglugerðir og staðlar (MFJA4MS01)
13. nóv
Endurmenntun

Brunaþéttingar (BRUN08ÞÉTT)

Viðfangsefni námskeiðsins eru hinar ýmsu gerðir af brunaþéttingum, eiginleikum þeirra, notkunarsviði og helstu reglur þar um.
Brunaþéttingar (BRUN08ÞÉTT)
14. nóv - 16. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Raflagnatækni (MRAT4MS02)

Viðfangsefni áfangans byggist aðallega á stöðlum um raflagnir innanhúss og um útboð.
Raflagnatækni (MRAT4MS02)
15. nóv - 16. nóv
Endurmenntun

Helvar DALI Ljósastýringar - Grunnnámskeið (STÝR16DALI)

Viðfangsefni áfangans er Helvar DALI íhlutir – Forritun í Designer
Helvar DALI Ljósastýringar - Grunnnámskeið (STÝR16DALI)
15. nóv - 29. feb
Meistaraskóli rafvirkja

Reglugerðir og rafdreifikerfi (MREG4MS06)

Viðfangsefni áfangans er að auka þekkingu nemenda á raforkudreifikerfinu og einstökum hlutum þess, kynnast stöðlum og reglugerðum sem lúta að störfum rafiðnaðarmanna, læra að þekkja aðferðir til að verjast tjóni sem rafmagn getur haft á líf, heilsu og eignir manna, læra að gera prófanir og úttektir á veitukerfum, læra að annast skýrslugerð og skjalavörslu vegna prófana og úttekta á veitukerfum.
Reglugerðir og rafdreifikerfi (MREG4MS06)
18. nóv
Endurmenntun

Forritun á iðnaðarþjörkum - Grunnnámskeið (STÝR08ROBOT)

Á þessu námskeiði er farið yfir forritun á iðnaðarþjörkum (róbótaörmum), kennt er á þjarka frá Fanuc. Farið verður yfir uppbyggingu forrita og hvernig byggja má upp sjálfvirk kerfi sem stjórnað er með þjörkum.
Forritun á iðnaðarþjörkum - Grunnnámskeið (STÝR08ROBOT)
18. nóv - 19. nóv
Endurmenntun

Grunnnámskeið Excel (EXCE07Excel1)

Grunnnámskeið í Excel þar sem farið er yfir innslátt gagna, forsnið reita, grunnreikniaðgerðir, tilvísanir og afritun, ásamt því að bæta inn línum, dálkum og vinnublöðum. Farið verður yfir ýmis innbyggð föll bæði leitarföll og reikniföll. Einnig verður farið í gerð myndrita, uppsetningu tafla, röðun, síun og textaföll.
Grunnnámskeið Excel (EXCE07Excel1)
20. nóv
Endurmenntun

Skynjaranámskeið (SKYN08NMSK)

Viðfangsefni áfangangs er uppbygging á skynjurum, þátttakendur tengja og prófa virkni þeirra.
Skynjaranámskeið (SKYN08NMSK)
21. nóv - 23. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Stýringar - iðntölvur I (MSTY4IT03)

Viðfangsefni áfangans er byggt ofaná þá þekkingu á iðntölvum og búnaði sem nemendur hafa öðlast.
Stýringar - iðntölvur I (MSTY4IT03)
21. nóv - 22. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Stýringar - ljósleiðarar (MSTY4LJ01)

Viðfangsefni áfangans eru ljósleiðarar. Eftir nám í áfanganum eiga nemendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reiknað út orkutap sem verður á leið þeirra og lagningu þeirra með hámarksendingu í huga og lagt hann þannig að hann endist. Farið verður í mismunandi gerðir ljósleiðara og val m.t.t. nota við mismunandi aðstæður og við tengingar mismunandi búnaðar.
Stýringar - ljósleiðarar (MSTY4LJ01)
26. nóv
Endurmenntun

Skyndihjálp

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra og viðhalda kunnáttu sinni í skyndihjálp. Á námskeiðinu er meðal annars farið í endurlífgun og viðbrögð við bráðaveikindum auk umfjöllunar um helstu viðbrögð við algengum áverkum
Skyndihjálp
27. nóv - 29. nóv
Endurmenntun

Öryggispassi Rafmenntar (ÖRYG24PASS)

Öryggispassa RAFMENNTAR er ætlað að vera staðfesting á því að viðkomandi starfsmaður sé öruggur á vinnustað. Viðkomandi geti á einfaldan hátt og á einum stað fengið fræðslu í öllum þeim öryggisþáttum sem starfsmaður í raf- og tæknigreinum þarf að tileinka sér.
Öryggispassi Rafmenntar (ÖRYG24PASS)
27. nóv
Meistaraskóli rafvirkja

Öryggis- og vinnuvistfræði (MÖRY4VV01)

Viðfangsefni áfangans er kröfur til atvinnurekanda varðandi heilsuvernd , vinnuvernd , vinnuöryggi , verklag og tengd málefni sem koma að ábyrgð þess að vera með sjálfstæðan fyrirtækjarekstur. Ásamt þeim kröfum sem viðskiptavinir geta haft varðandi vinnulag og öryggisráðstafanir.
Öryggis- og vinnuvistfræði (MÖRY4VV01)
28. nóv - 29. nóv
Endurmenntun

Mælitækni (MÆLI16TÆKN)

Viðfangsefni áfangans er mælieiningar, stöðluð gildi, reglugerð og kvörðun.
Mælitækni (MÆLI16TÆKN)
29. nóv - 1. des
Meistaraskóli rafvirkja

Varmadælur og kælitækni (MKÆL4MS02)

Viðfangsefni áfangans er að kynna nemendur fyrir grundvallartækni varmaflutnings með kælitækni.
Varmadælur og kælitækni (MKÆL4MS02)
3. des - 5. des
Meistaraskóli rafvirkja

Öryggis- og aðgangsstýrikerfi (MÖRY4AS02)

Viðfangsefni áfangans er uppbygging, forsendur og hönnun sambyggðra öryggis- og aðgangsstýrikerfa.
Öryggis- og aðgangsstýrikerfi (MÖRY4AS02)
12. des
Endurmenntun

IP Myndavélar (IPMY08NMSK)

Viðfangsefni áfangans er uppbygging stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
IP Myndavélar (IPMY08NMSK)