Grunnnámskeið vinnuvéla veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem eru ekki réttindaskyldir. Námið fer að lang mestu leyti fram á netinu í gagnvirku námi. Náminu lýkur með upprifjun og krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands.
Dale Carnegie námskeið þar sem þátttakendur vinna í samskiptum, styrkja sambönd, efla leiðtogahæfileika og tjáningu og læra að stjórna streitu og vinna undir álagi. Námskeiðið nýtist bæði í vinnu og einkalífi.
Viðfangsefni áfangans er að fara yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Einnig verður farið yfir uppbyggingu og kröfur í rafmagnsöryggisstjórnkerfum (RÖSK) ásamt reglum um hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu.
Námskeið kennt í fjarkennslu. Farið verður yfir uppbyggingu, forsendur og hönnun sambyggðra öryggis- og aðgangsstýrikerfa. Nemendur fá yfirsýn yfir uppbyggingu innbrotsviðvörunarkerfa og forsendur sem liggja að baki stjórnun og vöktun hurða.
Á þessu námskeiði er farið yfir ljósleiðara. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reikna út orkutap sem verður á leið þeirra og lagning þeirra með hámarksendingu í huga.
Netöryggi á Íslandi – frá lögum til daglegra verkefna innan fyrirtækja og stofnana. Netglæpir eru fylgifiskar fjórðu iðnbyltingarinnar og aukinnar stafvæðingar í þjónustu og viðskiptum. Er þitt fyrirtæki eða stofnun með varnir til að vernda mikilvægustu upplýsingar og gögn fyrir netárásum?
Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp varnir gegn þessum ört vaxandi vágesti.
Á námskeiðinu verður farið ítarlega í þá ljóstæknilegu þætti sem þarf að hafa í huga við val á LED ljósgjöfum.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að lágmarks þekkingu á led ljósgjöfum vegna innkaupa eða sölu.
Námskeið kennt í fjarkennslu. Farið er yfir hinar ýmsu gerðir af brunaþéttingum.
Fylgt er reglugerð um brunavarnir, einnig læra nemendur skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra, notkunarsviði og helstu reglum þar um.
Á námskeiðinu verður farið yfir val, virkni, tengingar , forritun , ( nettengingar,) gangsetningar og prófanir á hraðabreytum / tíðnibreytum frá meðal
annars ABB - Danfoss - Rockwell og Schneider.
Hvaða forsendur þurfa að liggja fyrir þegar setja á upp rafbílahleðslustöðvar í einbýli/fjölbýli.
Regluverk varðandi hleðslustöðvar við sameignir húsfélaga. Frágangur við uppsetningu / DC lekaliðar ofl.
Á þessu námskeiði er farið yfir ljósleiðara. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reikna út orkutap sem verður á leið þeirra og lagning þeirra með hámarksendingu í huga.
Útboðsgögn tækifæri og áhættur.
Viðfangsefni kynningarinnar er að skoða framsetningu útboðsgagna og velta fyrir sér tækifærum og áhættu sem felast í að bjóða í verkefni. Farið verður yfir helstu þætti sem hafa ber í huga varðandi staðal IST 30. Framtíð í útboðum verður skoðuð með tilliti til umhverfisvottana í verkefnum.
Viðfangsefni áfangans er að kynna nemendum fyrir flóknari forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum, tilgangi þeirra og möguleikum.
Ekki aðeins ætlað meistaraskóla rafvirkja, endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem vilja afla sér þekkingar í forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum.
Dale Carnegie námskeið þar sem þátttakendur vinna í samskiptum, styrkja sambönd, efla leiðtogahæfileika og tjáningu og læra að stjórna streitu og vinna undir álagi. Námskeiðið nýtist bæði í vinnu og einkalífi.