Stýringar - iðntölvur I

Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MSTY4IT03(BA)

Á námskeiðinu er byggt ofaná þá þekkingu á iðntölvum og búnaði sem nemendur hafa öðlast. Viðfangsefnin eru gerð flæðirita við lausn stýriverkefna og færslu flæðirita í forrit. Þá er fjallað um stöðluð hliðræn merki og forritun þeirra, farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Flæðirit og forrit eru gerð eftir lýsingum, slegin inn og prófuð í iðntölvum tengdum hermum. Einnig eru gerð flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði stafræn og hliðræn merki og þau prófuð í iðntölvum tengdum hermum.

Ef langt er liði frá sveinsprófi er mælt með að þátttakendur taki undirbúningsnámskeiðið í PLC stýringum