Á námskeiðinu kynnast nemendur þeim grundvallaratriðum sem hafa þarf í huga við lokahljóðvinnslu,

það sem kallast mastering á ensku.

 

Farið verður yfir ferlið sem tekur við eftir að hljóðblöndun lýkur þar til hljóðriti er skilað til útgáfu, hvort sem það er hljóðskrá fyrir streymisveitu eða vinylplötu. Gerð verður grein fyrir búnaði og aðstöðu sem til þarf, hugtök útskýrð og kynnt þau tæki og hugbúnaður sem helst henta við masteringu. Má þar nefna hlið- og stafræna umbreyta (e. AD/DA converter), tónjafnarara (e. EQ) og hljóðþjöppur (e. compressor/limiter) – bæði tæki og plugin. Jafnframt verða kenndir almennir og hagnýtir verkferlar sem nýtast við lokafrágang hljóðrita, meðhöndlun stafrænna hljóðskráa og varðveisla. Lögð verður áhersla á að nemendur geti eins og kostur er spurt út í einstaka þætti sem snúa að þeirra viðfangsefnum og áhugasviði.

Námskeiðið hentar þeim sem hafa verið að vinna að hljóð- og tónlistarupptökum, bæði áhuga- og fagfólki, og vilja vita hvað mastering snýst um. Allt frá því að taka fyrstu skrefin til þess að bæta við þekkingu sína og færni.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bjarni Bragi Kjartansson sem hefur áralanga reynslu í masteringu.