Útboðsgögn tækifæri og áhættur.


Viðfangsefni kynningarinnar er að skoða framsetningu útboðsgagna og velta fyrir sér tækifærum og áhættu sem felast í að bjóða í verkefni. Farið verður yfir helstu þætti sem hafa ber í huga varðandi staðal IST 30. Framtíð í útboðum verður skoðuð með tilliti til umhverfisvottana í verkefnum.
Kynningin er skipt í tvo hluta.
Í fyrri hluta verður farið í gegnum ÍST 30 og skoðaðar mismunandi framsetningar á útboðsgögnum, bæði framsetning á íslensku og ensku.

Í seinni hluta verður tækifæri og áhætta í verklýsingum metin og skoðuð með tilliti til túlkunar á útboðsgögnum. Horft verður til framtíðar með tilliti til alþjóðlegra umhverfisvottana á byggingum og byggingaframkvæmdum.

Miðað er við að aðilar á kynningu gefi sér 1 til 2 klst. milli fyrri og seinni hluta kynningar til þess að fara í gegnum verklýsingar hluta til þess að geta tekið þátt í umræðum á áhættu og tækifærum við að bjóða í verkefni.