LED lýsing: (LÝSI08LED)

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið ítarlega í þá ljóstæknilegu þætti sem hafa þarf í huga við val á LED ljósgjöfum s.s ljósmagn, litarhitastig og litarendurgjöf. Einnig verður farið yfir hvað skal hafa í huga þegar LED er valið í ákveðin rými eins og verslanir, skóla, skrifstofur, heimili, útilýsingu, söfn, íþróttahús o.fl. 

Boðið verður upp á sýnikennslu og líflegar umræður þar sem algengum spurningum um LED verður reynt að svara, líkt og: Hvað er góður líftími á LED? Hvað er “human centric lighting”? Heldur blátt ljós fyrir mér vöku? Hvernig myndast flökt? Hvað er “constant light output”? Gera LED ljós Trump appelsínugulan? Hvaða Watt á LED peru á ég að velja eða hversu mörg lúmen? Hvaða ljóslit á ég að velja í rými? Hvernig sjáum við ljós? Hvað er TM-30-15? Hvernig dimma ég LED? Hvað er IoT? Er LED framtíðarljósgjafinn?