Kunnáttumenn (MRAT08KUNN)

Lýsing: Viðfangsefni áfangans er að fara yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur Mannvirkjastofnunar, þar sem orðsending 1/84, VRL 3.031 og VRL 3.032 vega þungt,  ásamt viðeigandi ákvæðum í ÍST EN 61936-1 og ÍST EN 5022. Farið er yfir uppbyggingu og kröfur í rafmagnsöryggisstjórnkerfum (RÖSK) ásamt reglum um hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu í samræmi við framangreind skjöl. Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerf