KNX Basic

Lýsing: Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að þátttakendur kynnist flóknum forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum, tilgangi þeirra og möguleikum. Farið er í möguleika EIB/KNX kerfisins og hvernig má nota það við stýringu t.d. hitagerla, skjáa, veðurstöðva og ljósasena. Þá er fjallað um lagnir og forritun þeirra. Þátttakendur æfa sig í að leggja lagnir og fá þjálfun í að tengja búnað og forrita kerfi, ganga frá þeim og leiðbeina öðrum um notkun þeirra. Þá eru gagnabankar framleiðenda og notkun þeirra kynnt. Farið er dýpra í forritun einstakra íhluta forritanlegra kerfa og að námkeiðinu loknu fá þátttakendur Evrópska viðurkenningu fyrir KNX basic.