Hljóðtækni I
Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MHLJ4MS02
Námskeiðið er grunnnámskeið í hljóðtækni. Í fyrsta hluta námskeiðsins er farið yfir helstu grunnþætti hljóðtækni, uppbyggingu hljóð- og upptökukerfa, helstu hugtök, hljóðflæði, samspil uppmögnunar og rýmis, skynjun og heyrn. Þá er helsti búnaður skoðaður, notkun hans og virkni. Þá eru öryggishugtök einnig kynnt og rædd. Í öðrum hluta áfangans er fjallað um ferð hljóðmerkis gegnum búnað og helstu takmörk hans. Þá er fjallað um hvernig hljóðtækni tengist rafmagnsfræði og hljómburðarfræðum, um möguleika og takmarkanir hljóðsins og stafræna miðlun. Í síðasta hluta áfangans eru mæligildi hljóðmælinga skoðuð og prófuð. Nemendur glöggva sig á þeim aðferðum sem beitt er við mælingar á hljóðbúnaði og hljóðkerfum og kunni að lesa úr mæligögnum. Þá eru mælingar hljóðkerfa prófaðar og aðferðir skýrðar.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050