Flutningur merkja IP: SJON24IP

Lýsing: Flutningur sjónvarpsmerkja innan sjónvarpsstöðva og milli starfsstöðva þeirra er að breytast úr því að vera SDI merki á coax kapli yfir í að vera á IP formi. Við þessa breytingu verður grundvallarbreyting á uppbyggingu grunnkerfa stöðvanna. Þessi breyting kallar á nýja þekkingu hjá þeim sem stjórna uppbyggingu þessara kerfa. Samtök sjónvarpsstöðva og framleiðanda hafa komið sér saman um nokkra ,non-proprietary' staðla sem ná utan um aðferðir og tengistaðla og er markmið með þessari þjálfun að fá grunnþekkingu á stöðlum og aðferðum sem eru notaðar við að nýta þessar nýju tækni.