Skráning í meistaraskóla

 

Nú fer skráning í meistaraskóla fram í gegnum INNU. Byrjaðu á því að opna vafra og slá inn www.umsokn.inna.is þá opnast gluggi með valmynd ýmissa skóla. Til að opna umsóknareyðublað velur þú RAFMENNT.

Hér má finna ítarlegar leiðbeiningar um skráningu umsóknar í INNU.

Í umsóknarferlinu birtist fullt verð námskeiða. Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú greiðir í endurmenntunarsjóð og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni, sjá verðskrá fyrir haustönn 2019.

Nú er hægt að greiða með kredit- og/eða debetkorti og er dregið af kortinu 8 dögum áður en námskeið hefst. Endilega kynntu þér greiðsluskilmálana.