Varmadælur og kælitækni

Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MKÆL4MS02

Á námskeiðinu kynnast nemendur grundvallartækni varmaflutnings með kælitækni. Farið er yfir varmadælingu sem tækni til hitunar húsa og kælingar rýma s.s. gagnavera og rafbúnaðarrýma þar sem hitamyndun er veruleg. Einnig eru skoðaðir mismunandi valkostir orkugjafa til varmaflutnings, kaldir og heitir. Einnig læra nemendur helstu eðlisfræðihugtök sem tengjast kælitækninni eins og varmaleiðni, varmaflutning, eimun og þéttingu vökva. Þá kynnast nemendur helsta búnaði sem notaður er til frystingar og annars varmaflutnings og virkni hans. Nemendur læra um uppsetningu og viðhald minni kæli- og frystikerfa. Áhersla er lögð á að nemandi þekki hugtökin kælingu og frystingu og að hann viti t.d. til hvers matvæli eru kæld eða fryst. 

Næstu námskeið