Stýringar - iðntölvur I
Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MSTY4IT03(BA)
Á námskeiðinu er byggt ofaná þá þekkingu á iðntölvum og búnaði sem nemendur hafa öðlast. Viðfangsefnin eru gerð flæðirita við lausn stýriverkefna og færslu flæðirita í forrit. Þá er fjallað um stöðluð hliðræn merki og forritun þeirra, farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Flæðirit og forrit eru gerð eftir lýsingum, slegin inn og prófuð í iðntölvum tengdum hermum. Einnig eru gerð flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði stafræn og hliðræn merki og þau prófuð í iðntölvum tengdum hermum.
Stýringar - ljósleiðarar
Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MSTY4LJ01(BA)
Viðfangsefni námskeiðsins eru ljósleiðarar. Eftir nám á námskeiðinu eiga nemendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reiknað út orkutap sem verður á leið þeirra og lagningu þeirra með hámarksendingu í huga og lagt hann þannig að hann endist. Farið verður í mismunandi gerðir ljósleiðara og val m.t.t. nota við mismunandi aðstæður og við tengingar mismunandi búnaðar.
Stýringar - loftstýringar
Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MSTY4LO01(BA)
Viðfangsefni námskeiðsins eru loftstýringar. Nemendur lesa úr algengustu loftstýritáknum, læra að hanna einföld loftstýrikerfi, tengja loftstýrikerfi og finna bilanir í þeim. Þá er farið yfir helstu íhluti loftstýrikerfa, virkni þeirra og teiknitákn. Auk þess hanna nemendur loftstýrikerfi, tengja þau og prófa.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050