Reglugerðir og rafdreifikerfi

Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MREG4MS06

Til grundvallar í náminu eru þeir staðlar sem gilda um raflagnir og rafbúnað hverju sinni og leiðbeiningar sem með þeim fylgja. Í áfanganum auka nemendur þekkingu sína á raforkudreifikerfinu og einstökum hlutum þess, kynnast stöðlum og reglugerðum sem lúta að störfum rafiðnaðarmanna, læra að þekkja aðferðir til að verjast tjóni sem rafmagn getur haft á líf, heilsu og eignir manna, læra að gera prófanir og úttektir á veitukerfum, læra að annast skýrslugerð og skjalavörslu vegna prófana og úttekta á veitukerfum. Fjallað er um sögu raforkuflutnings, uppbyggingu veitukerfa, jafngildismyndir (TN-, TT-, og IT- kerfi). Kynntar eru reglugerðir og staðlar sem fjalla um veitukerfi og tæknilega tengiskilmála rafveitna. Fjallað er um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltap í veitukerfum. Útskýrð er myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað er ítarlega um allar algengustu gerðir yfirstraumsvarna og eiginleika þeirra svo og aðferðir og búnað til varnar of hárri snertispennu. Farið er í útreikninga á skammhlaupsstraumum. Gerð er grein fyrir helstu öryggisráðstöfunum við vinnu (viðhald) á veitum. Fjallað er um úttektir, prófanir og mælingar á veitum. Æfð er notkun sérhæfðra mælitækja. Gerðar eru skýrslur um niðurstöður úttekta og útfylltar tilkynningar. Fjallað er um vörslu skjala (teikningar, skýrslur o.fl.). 

Næstu námskeið