Jarðtengikerfi - Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa
Lýsing námskeiðsins samkvæmt námskrá: MJAR4MS01
Á námskeiðinu er fjallað um uppbyggingu jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir í lág- og smáspennukerfum. Farið er yfir helstu atriði við jarðtengingar smáspennukerfa í byggingum og vinnubrögð við uppbyggingu þeirra, efnisval og áhrif þess á jarðtengingar og truflanir. Þá er farið yfir ástæður truflana og varnir gegn þeim, m.a. flökkustrauma. Kynnt er innihald nokkurra staðla og handbóka varðandi uppbyggingu lág- og smáspennukerfa.
Stórhöfða 27 - 110 Reykjavík - Sími: 540-0160 - rafmennt@rafmennt.is KT: 590104-2050