Á þessu námskeiði er farið yfir rekstrarstjórnun raforkukerfa, stjórnun raforkukerfisins, uppbyggingu og búnað stjórnstöðva og hlutverk aðgerðastjóra, hvernig raforkukerfum er stýrt og þau vöktuð. Nemendur kynnast hvernig raforkukerfi hegða sér í truflanatilfellum ásamt ítarlega kynningu á íslenska raforkukerfinu. Fjallað er um þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu raforkukerfa og þá þætti sem hafa áhrif á hönnun varnarforsendna fyrir íhluti raforkukerfa s.s. spennar, rafala, línur/strengir, þéttar og spólur séu dæmi tekin. Farið yfir þær gerðir bilana sem geta orðið í raforkukerfum og hverskonar áhrif þau geta haft á rekstur raforkukerfisins. Tekin dæmi um skammhlaupsútreikninga og deyfingu skammhlaupsstrauma. Fjallað er um hefðbundin og stafræn tengivirki og muninn á þessum tveimur gerðum tengivirkja. Nemendur fá greinagóða kynningu á stjórn- og varnarbúnaði og samskiptastaðlinum IEC61850.Einnig er fjallað um gerðir og uppsetningu mælaspenna og lagnir frá þeim. Farið yfir öryggisreglur, vinnusvæði og undirbúning fyrir vinnu í raforkukerfi. Farið yfir tákn fyrir búnað og teikningar af raforkukerfum, fjarmælingar, fjargæslu, samskiptaeiningar og samskiptalagnir í raforkukerfum.
Forkröfur: Sveinspróf, ásamt áfanga í raforkukerfum og rafmagnsfræði.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050