Meta þarf stoðþjónustu skólans með reglulegu millibili. Með stoðþjónustu er átt við náms- og
starfsráðgjöf, aðstoð við nemendur með sértæka námsörðugleika, aðstoð við nemendur með
fötlun, aðstoð í tölvuveri og önnur úrræði sem skólinn stendur fyrir. RAFMENNT leggur áherslu
á að koma til móts við eldri nemendur og barnafólk m.a. með sveigjanlegum reglum um
skólasókn.

Í húsnæði skólans skal leitast við að hlúa sem best að nemendum með fötlun m.t.t. aðstöðu
til náms, undirbúnings, tölvunotkunar, mataraðstöðu og salernisaðstöðu. Taka skal tillit til
sértækra þarfa hvers og eins nemenda á hverjum tíma.