Skólinn leitast við að fá reglulega upplýsingar um hvernig nemendur og kennarar upplifa
starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar, skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu-
og félagsaðstöðu nemenda, Skólameistari mun funda reglulega með fulltrúum nemenda,
kennara og starfsfólks, með það að markmiði að hægt sé að bregðast við athugasemdum og
álitamálum. Skýr farvegur er við meðferð ágreiningsmála.