Viðbragðsáætlunin lýsir viðbrögðum við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni,
ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi til samræmis við stefnu framhaldsskóla
RAFMENNTAR gegn einelti og kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri
ótilhlýðilegri háttsemi.

Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað
skal upplýsa verkefnastjóra, skrifstofustjóra eða skólameistara. Kvartanir eða ábendingar
vegna ofbeldis geta hvort heldur sem er verið munnlegar eða skriflegar. Á meðan á
málsmeðferð stendur ber að notast við hugtökin „meintur þolandi“ og „meintur gerandi“.

Í samráði við þolanda er ákveðið hvort bregðast skuli við með óformlegri málsmeðferð eða
hvort lög og reglur á sviði vinnuverndar krefjist formlegrar málsmeðferðar. Stjórnanda ber í
öllum tilvikum að bregðast við og uppfylla þær skyldur sem hvíla á atvinnurekanda samkvæmt
lögum og reglum, m.a. til að koma í veg fyrir að ótilhlýðileg hegðun endurtaki sig á
vinnustaðnum.