Sérstök áhersla er lögð á bann við hvers konar mismunun á grundvelli kyns í skólanum og
samkvæmt 28. gr. laganna nr. 10/2008. Ber að gæta þess í námi og kennslu, starfsháttum og
daglegri umgengni við nemendur. Jafnréttisstefnunni er hrundið í framkvæmd með þessari
áætlun. Með jafnréttisáætluninni er kveðið á um það hvernig stjórnendur, kennarar, starfsmenn
og nemendur geta unnið að jafnrétti og þar með bættum samskiptum og líðan alls
skólasamfélagsins. Starfsfólki og nemendum skal einnig auðveldað að samræma
fjölskylduábyrgð í starfi sínu og námi. Í jafnréttisáætlun felst viðurkenning á því að nauðsynlegt
sé að grípa til sérstakra aðgerða til að jafnrétti náist. Jafnréttisstefna er því ekki aðeins bundin
við kynjajafnrétti heldur ýmsa aðra þætti sem kunna að skapa mun á milli einstaklinga.
Mikilvægt er að bæði nemendur skólans og starfsfólk sé upplýst um jafnréttisstefnu skólans og
fylgi henni í hvívetna.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir jafnréttisáætlun framhaldsskóla RAFMENNTAR í nokkrum
hlutum.