Framhaldsskóli RAFMENNTAR leggur áherslu á að nemendur skólans tileinki sér heilbrigðan
lífsstíl og jákvætt viðhorf. Tilgangur forvarna í skólanum gengur út á að vekja nemendur til
umhugsunar um hvar ábyrgð þeirra á eigin heilsu og vellíðan liggur, að allir búi yfir einhverjum
hæfileikum og að þeir viti hvernig þeir eiga að nálgast markmiðin sín í framtíðinni.

Markmið skólans er að:
    • vekja nemendur til umhugsunar um styrkleika sína og veikleika og styrkja með því
      sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust, félagsþroska, félagstengsl og umhyggju
    • auka virðingu í samskiptum á milli nemenda sjálfra og nemenda og starfsfólks
    • seinka eftir megni eða koma í veg fyrir að nemendur hefji neyslu á áfengi, tóbaki eða
      öðrum vímuefnum

Öll notkun áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólahúsnæði og á lóð
skólans. Kynningarefni um skaðsemi vímuefna er aðgengilegt öllum nemendum.