Framhaldsskóli RAFMENNTAR notar gæðakerfi EQM og EQM+. Kerfið metur gæði í
framkvæmd fræðslu, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats. Nánari upplýsingar um EQM
og EQM+ er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins https://frae.is/gaedavottun/
Fastir punktar innra mats eru meðal annars um kennslumat sem fram fer á hverri önn og
samantekt gagna úr námsumsjónarkerfinu INNU og rýni þeirra, sem getur gefið góðar
upplýsingar um breytingar milli anna og ára. Framhaldsskóli RAFMENNTAR tryggir að
starfsfólk (þ.m.t. verktakar) taki þátt í gæðastarfi, viðhaldi gæðamenningu og njóti stuðnings
við að skilja og nýta gæðaferlið. Starfsfólk fari eftir gæðaferlum sem lýsa framkvæmd náms og
endurgjöf til nemenda ásamt endurgjöf til verkefnastjóra um niðurstöður nemendamats og
skýrslu um framkvæmd náms. Niðurstöður mats eru notaðar í umbótastarfi og til að auka gæði
fræðslunnar.