Hjá framhaldsskóla RAFMENNTAR starfar náms- og starfsráðgjafi sem sinnir allri nauðsynlegri
ráðgjöf. Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika
sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Náms- og starfsráðgjafi er
trúnaðarmaður nemenda þegar kemur að samskiptum, námsgetu, námshraða og öðrum
þáttum sem geta truflað nemendur í námi.