Framhaldsskóli RAFMENNTAR er í miklu samstarfi við vinnustaði rafiðnaðarfólks.
RAFMENNT í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands RSÍ og Samtaka fyrirtækja í rafiðnaði, SART.
Undanfarin ár hefur RAFMENNT haldið utan um starfsþjálfunarsamninga milli fyrirtækja og
nema samkvæmt samningi við mennta- og barnamálaráðuneytið og þess vegna verið í
samskiptum við vinnustaði innan SART um að útvega nemum pláss. Samkvæmt reglugerð
nr.180/2021 um vinnustaðanám, mun framhaldsskóli RAFMENNTAR gera samninga við
vinnustaði og hafa umsjón með nemum í vinnustaðanámi.