Nemandi er innritaður í skólann þegar hann staðfestir umsókn um skólavist. Um leið samþykkir
hann að gangast undir skyldur og reglur sem á herðum hans hvíla sem hluta af
skólasamfélaginu. Ein meginforsendan fyrir því að starfsemi geti farið fram og árangur náist er
að nemendur sinni námi sínu með fullnægjandi hætti.

Nemendur skulu sækja allar kennslustundir í þeim áföngum sem þeir eru skráðir í og mæta
stundvíslega. Ekki er gerð krafa um lágmarks viðveru í áföngum þar sem verkefnaskil ráða
námsframvindu. Reglulega er gerð úttekt á skólasókn nemenda og hún notuð í samtali við
nema um tengsl námsframvindu og viðveru í náminu. Einnig er bent á mikilvægi viðveru sem
hluta af umsögn við fyrirspurnum um starfsþjálfun á vinnustað.