Nemendur, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða
félagslegra örðugleika, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með
heilsutengdar sérþarfir og nemendur með fötlun, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í
samræmi við metnar sérþarfir. Nemendur með fötlun skulu eiga þess kosta að stunda nám við
hlið annarra nemenda í skólanum eftir því sem kostur er.