Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla skal menntun í jafnrétti vera einn af grunnþáttum
menntunar í íslenskum framhaldsskólum. Í Aðalnámskrá segir: „Markmið jafnréttismenntunar
er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa
ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis“.
Jafnréttismenntun vísar í senn til inntaks kennslu, námsaðferða og námsumhverfis. Jafnrétti
er regnhlífarhugtak sem nær til margra þátta. Skólinn leitast við það í öllu sínu starfi að koma
til móts við áhuga og þarfir nemenda sbr. hér að framan. Jafnframt er lögð áhersla á að
starfsfólk skólans sýni nemendum virðingu, umhyggju, velvild, aðhald og þolinmæði og vænta
ætíð árangurs. Lögð er áhersla á að nemendum líði vel og að þeir sýni framfarir og nái árangri
á sem flestum sviðum.