RAFMENNT er framsækið þekkingarfyrirtæki, leiðandi í fræðslu og miðlun nýjunga.
Sérstaða þess er m.a. nálægð við raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi en eigendur eru
Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) og Samtök fyrirtækja í rafiðnaði (SART).
Tengsl við fyrirtæki og félagsmenn í raf-og tæknigeiranum eru góð og stuttar boðleiðir
skipta sköpum við þróun náms og endurmenntun innan fagsins.
Markmiðið er að veita nemendum menntun sem sniðin er að þörfum atvinnulífsins og
nemendanna sjálfra.
Nám undir merkjum framhaldsskólans er skýrt afmarkað frá annarri starfsemi RAFMENNTAR
s.s. framhaldsfræðslu og endurmenntun rafiðnaðarmanna, en sú reynsla að þjónusta og kenna
fullorðnum á vinnumarkaði nýtist í framhaldsskólastarfinu. Kjarnaþjónusta RAFMENNTAR er
að bjóða upp á fyrsta flokks nám, tryggja faglega framkvæmd þjónustusamnings við mennta-
og barnamálaráðuneyti um sveinspróf í rafiðngreinum og bjóða upp á fjölbreytt og hagkvæm
námskeið í endurmenntun fyrir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi í nánu samstarfi við eigendur og
íslenskt atvinnulíf.
RAFMENNT leggur áherslu á að fylgjast vel með nýjungum í faginu og heldur árlega ráðstefnu
þar sem kennarar í rafiðnadeildum framhaldsskólanna koma saman til endurmenntunar og
umræðu um þróun menntunar rafiðnaðarmanna.
Framhaldsskóli RAFMENNTAR sérhæfir sig í kennslu fullorðinna sem hafa áhuga á raf- og
tæknigreinum. Markhópur skólans er fólk sem unnið hefur við fagið í að lágmarki 3 ár en ekki
lokið námi. Námið er einstaklingsmiðað þar sem áhersla er lögð á að fyrri þekking og hæfni
nemenda nýtist. Áhersla er lögð á að meta þá hæfni og færni sem nemendur hafa öðlast í námi
og störfum á vinnumarkaði og er námið skipulagt þannig að auðvelt sé að sérsníða það að
þörfum nemenda.
Fyrirkomulag náms og hæfnimats nýtist nemendum til hagræðingar hvað varðar styttri
námstíma í skóla og þar með styttri fjarveru frá atvinnu. Hvoru tveggja skapar ódýrari menntun
fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild.
Framhaldsskóli RAFMENNTAR veitir fullorðnum nemendum í raf- og tækniiðnaði tækifæri til
að stunda öflugt nám og sinna símenntun í framúrskarandi umhverfi og aðstöðu til bóklegs og
verklegs náms. Námsframboðið tekur mið af þörfum vinnumarkaðar fyrir hæfni og er þróað í
góðu samstarfi við eigendur og helstu hagsmunaaðila. Áhersla er lögð á að draga inn nýja
strauma þekkingar til landsins með öflugu tengslaneti við fræðsluaðila erlendis og gagnvirkum
tengslum við íslenskt atvinnulíf og samfélag.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050