Þáttagerð (KVÞG2KT04)

Nemendur fá innsýn inn í ólíka tegundir sjónvarpsþátta þar sem farið verður í mismundandi form og aðferðir við að framleiða þætti af ýmsum toga. Nemendur framleiða magasín þátt. Þeir leggjast í hugmyndavinnu og velja í sameiningu eina hugmynd sem þeir svo þróa áfram. Þriggja manna teymi sem gera innslög og allir hóparnir vinna saman að umgjörð þáttarins. Þátturinn getur verið lífstílsþáttur, fréttaþáttar, spjallþáttur / skemmtiþáttur, mótorþáttur, matreiðsluþáttur og svo framvegis. Nemendur sjá sjálfir um hugmyndavinnu, framleiðslu, upptökur og eftirvinnslu með leiðsögn og eftirfylgni kennara.