Rafmagnsfræði (KVRF1KT04)

Áfanginn miðast við að gefa nemendum innsýn inn í notkun rafmagns, rafkerfa og rafbúnaðar í kvikmyndagerð. Hlutverk fagaðila og verkefnaskipting starfsmanna á tökustað. Skoðaðar eru aflkröfur búnaðar og hvernig nálgast má það afl sem þörf er á hvort sem um rafkerfi er að ræða eða sjálfstæða rafstöð. Öryggismál eru tekin fyrir og stöðluð vinnubrögð kynnt til að tryggja öryggi allra á tökustað. Rafmagnstöflur eru skoðaðar, rafliðar og lekaliðar og hlutverk þessa búnaðar. Reiknað er hver aflþörf búnaðar er og hvernig á helst að nálgast það afl sem þörf er á hverju sinni.