Myndvinnsla I (KVMV1KT04(A))

Farið er í helstu þætti eftirvinnslunnar/klippingar. Lögð er áhersla á hvernig efni er tekið inn í tölvu, flokkað og merkt. Farið er í mismunandi hljóð- og myndskrár. Farið er í grunnþætti klippivinnunnar og tæknileg atriði við klippingu kvikmyndar. Lögð er áhersla á helstu þætti í að setja saman efnið/söguna í klippiborðinu. Farið yfir grunnatriði þess að vinna með titla og grafík í klippihugbúnaði. Nokkur mismunandi klippiforrit kynnt. Farið er ítarlega yfir þjöppunarstaðla, áhrif þeirra og rétta notkun.

Myndvinnsla II (KVMV2KT08(B))

Farið er dýpra í helstu þætti eftirvinnslu og klippingar. Nemendum kynnt helstu klippi- og eftirvinnsluforrit. Áhersla er lögð notkn Green Screen Chroma Key. Lögð er áhersla á dramatíska framvindu í klippingunni með áherslu á leikið efni og endanlega útfærslu á efninu (sögunni). Farið er nánar í myndskrár og hvernig nota á myndbrellur og litaleiðréttingu. Farið er í lokavinnslu myndarinnar, gerð titla og aðra grafíska vinnu. Farið er í útkeyrslu kvikmyndar og gerð á sýningareintaki. Nemendur geri stuttmyndir og gagnrýni verk hvors annars.

Myndvinnsla III (KVMV3KT04(C))

Farið er dýpra í helstu þætti eftirvinnslu og klippingar með áherslu á heimildarmyndir og fréttamyndir. Nemendur þurfa að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð, hafa greinagóða hugmynd um hverju á að ná fram í heimildarmynd með stuðningi handrits. Hafa góða sýn á hvernig frétt er gerð skýr með góðri myndvinnslu. Leiðir til að stytta mynd án þess að missa efnisþráðinn eru prófaðar og æfðar.

Myndvinnsla IV (KVMV3KT04(D))

Nemendur vinna lokaverkefni sem þegar hefur verið skotið á kvikmyndatökuvél. Nemandinn skilar fullunnu verkefni og notar klippingu, áhrifamyndir, litgreiningu, Green Screen eða annað það sem þarf til að fá fram full áhrif í góðum gæðum.