Kvikmyndaframleiðsla I (KVFA1KT05(A))

Í þessum áfanga er farið í grunninn að því sem snýr að framleiðslu. Hlutverk framleiðandans er kynnt og starf hans gróflega skoðað frá hugmynd að frumsýningu. Einnig er farið vel í störf innan framleiðsluteymis sem og störf og starfsvið annarra deilda í kvikmyndagerð. Undirstöðuatriði í skipulagi og kostnaðaráætlun kennd. Markvisst er farið í vinnuferlið við að koma handriti upp á hvíta tjaldið. Hvernig gæðum við orðin lífi. Farið er í skipulags- og sköpunarferlið, hvernig sagan er sögð með myndum, ákveðið hvernig hún verður tekin. Handritið teiknað, „floorplön“, „storyboard“. Vinna með leikurum. Farið er í uppbrot á handritum og gerð tökuáætlunar. Farið er nánar í kvikmyndaframleiðslu og samspil allra þátta innan framleiðslunnar s.s. gerð kostnaðaráætlunar og fjármögnun út frá hverju lokaverkefni. Umsóknarferli í Kvikmyndasjóð.

Kvikmyndaframleiðsla II (KVFA2KT03(B))

Í þessum áfanga er lögð höfuðáhersla á niðurbroti handrits, gerð skotlista og tökuáætlunar. Grunnþættir í tökustaðaleit og leikaravali einnig skoðað. Nemendur fá mikla innsýn inn í starf aðstoðarleikstjóra og sjá hvernig leikstjóri og fyrsti aðstoðarleikstjóri skipta með sér verkum á tökustað, ásamt því fá þau að kynnast starfi annars aðstoðarleikstjóra.

Kvikmyndaframleiðsla III (KVFA3KT03(C))

Á þessari önn verður þeirra eigin lokaverkefni námsefnið. Nemendur fá handrit eða búa það til. Nemendur brjóta niður handritið sitt, gera kostnaðaráætlun, ráða leikara, manna tæknifólk (nýta samnemendur, allir hjálpast að í tökum), finna tökustaði og undirbúa sína mynd undir handleiðslu kennara. Nemendur fara í tökur á sínu verkefni, eftirvinna og frumsýna í lok annar. Nemendur hjálpa hvor öðrum þannig að þeir fá að sinna ýmsum störfum á önninni. Lokaverkefni þarf að vera 10-20 mín, leikin mynd eftir handriti. Í lokaverkefnu eiga nemendur að nýta alla þekkinguna sem þeir hafa aflað sér í náminu. Einnig verður nemendum kennt að gera ferilskrá og mikilvægi þess að markaðsetja sig réttan hátt.