Á námskeiðinu veður kennt á þjarka frá Fanuc. Farið verður yfir uppbyggingu forrita og hvernig byggja má upp sjálfvirk kerfi sem stjórnað er með þjarka. Nemendur búa til nokkur einföld forrit þar sem helstu grunnatriði forritunar eru prófuð. Þetta er gert í þjarkahermi sem er tölvuforrit frá Fanuc og heitir Roboguide. Í lok námskeiðisins er forrit tekið niður á USB minnislykil sem er hlaðið inn á raunverulegan þjark af gerðinni Fanuc LR-Mate 200iD/4S.

Næsta námskeið verður haldið fimmtudaginn 2. maí kl 8:30-17:00.

 

Skráðu þig hér!