Meistaranám

Meistaranám í rafiðngreinum er samtals 56 eininga nám, sem í stórum dráttum er skipt í tvo hluta, almennan hluta og sérgreinahluta. 

Almenni hlutinn
 er sameiginlegur öllum iðngreinum og skiptist hann í almennt bóknám (10 einingar) og nám í stjórnunar- og rekstrargreinum (16 einingar). Nám í almenna hlutanum er hægt að sækja í framhaldsskólum víða um land. Eftirtaldir skólar bjóða upp á nám í almenna hlutanum:

 

Sérgreinahlutinn (fagnámið) í meistaranámi rafiðnaðarmanna fer fram í námskeiðsformi í Rafiðnaðarskólanum og er samtals 30 einingar. Nemendur verða að taka að minnsta kosti 7 einingar á önn til að teljast í reglulegu meistaranámi og njóta þeir þá niðurgreiðslu námsskeiðsgjalda. Flest fagnámskeiðin í Rafiðnaðarskólanum eru 3 daga námskeið.
Hverjum áfanga í fagnámi iðnmeistaranáms skal ljúka með formlegu námsmati í samræmi við markmið og innihald áfangans. Nemendur í fagnámi meistaranáms Rafiðnaðarskólans ljúka hverju námskeiði með prófi, þar sem krafist er lágmarksárangurs.