Öryggispassi Rafmenntar
Öryggispassi Rafmenntar

 

Öryggispassa Rafmenntar er ætlað að vera staðfesting fagsins sjálfs á að viðkomandi starfsmaður sé öruggur á vinnustað.  Viðkomandi geti á einfaldan hátt og á einum stað fengið fræðslu í öllum þeim öryggisþáttum sem starfsmaður í raf- og tæknigreinum þarf  að tileinka sér strax í upphafi starfs og á skýran hátt sé tekið fram hve langt er síðan passinn var veittur og þannig hvatt til að þekkingu sé viðhaldið reglulega.

Þeir þátttakendur sem ljúka öllum námskeiðshlutum verður veitt dagsett skírteini með mynd og persónuupplýsingum til staðfestingar á námi sem viðkomandi getur þá borið á sér á verkstað. Skírteinið mun einnig verða fullgilt vinnustaðaskírteini til aukins hagræðis fyrir þátttakendur og atvinnurekendur þeirra greina sem lög gera ráð fyrir að beri slík skírteini ávallt á sér á verkstað.

Dagskrá:

Miðvikudagurinn 13. febrúar

  • 8:30 – 12:00     Skyndihjálp                                       
  • 13:00 – 16:30   Brunavarnir                                     

Fimmtudagurinn 14. febrúar

  • 8:30 – 12:00     Rafmagnsfræðsla     
  • 13:00 – 16:30   Rafmagnsöryggi         

Föstudagurinn 15. Febrúar

  • 8:30 – 12:00     Fallvarnir – Vinna í hæð            
  • 13:00 – 16:30   Gestafyrirlestur, skoðunarferð 

 

Nánari upplýsingar og skráningu á námskeiðið má finna hér!