Kvöldfyrirlestur Miðvikudaginn 27.nóvember 2013 kl. 20:00-22:00

Microsoft skýið! / Microsoft Office 365 kynning

Ný aðferð fyrir gagnageymslu og hugbúnaðarleigu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ný tækni sem allir tölvunotendur verða að kynna sér. Á þessum kynningarfundi fáum við Hjört Árnason frá fyrirtækinu H.Árnason til að kynna þessa nýjung.

Hjörtur fjallar um helstu þætti sem þurfa að vera til staðar í þessari alheimsvæðingu samvinnu og gangavistunar og um hvað ber að varast í þessu sambandi. Kynnt er hvernig þessi tækni er seld sem áskriftarpakkar eða sem áskrift að stökum hugbúnaði eftir því sem hentar. Leitast er við að gefa smá tilfinningu fyrir umfangi verkefnisins og skroppið er smá stund upp í skýið, yfir til Írlands og gagnaverið heimsótt sem hýsir Office 365 gögnin okkar.

Fundartími:   Miðvikudagur 27.nóvember kl. 20.00 - 22:00
Fundarstaður:   Rafiðnaðarskólinn, Stórhöfða 27, 1.hæð.