KNX B námskeiðið á Akureyri er þriggja daga námskeið þar sem farið verður yfir bæði A og B hluta KNX námskeiðanna. Fyrri hlutinn (KNX A) veitir innsýn í KNX hússtjórnarkerfi. Þetta námskeið er fyrri hlutinn af viðurkenndu "Basic" námskeiði sem eru vottuð af KNX samtökunum. Seinni hlutanum (KNX B)  lýkur með verklegu og skriflegu prófi sem gefur nemendum rétt á að vera viðurkenndur "KNX partner". Nemendur þurfa að skrá sig á my.knx.org til að geta tekið próf og fengið viðurkenningu.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigurjón Björnsson en hann hefur í yfir áratug unnið við forritun á stýringum og stjórnkerfum, bæði KNX stýringum og iðnstýringum, ásamt annarri forritun.

 

Skráðu þig strax í dag!