Verkefninu "Einn lás, eitt líf", sem er samvinnuverkefni Samtaka rafverktaka, Rafiðnaðarsambands Íslands og Mannvirkjastofnunar, er ætlað að draga úr hættu á slysum og óhöppum af völdum óæskilegrar eða óvæntrar spennusetningar rafbúnaðar. Öryggislásarnir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og nú þegar hafa 900 lásar verið afhentir en til stendur að afhenda hátt í 1500 lása áður en yfir lýkur. 

 

Ef þú átt eftir að fá sendan öryggislás þá skráir þú þig á "Mínar síður" á vef RSÍ og gefur þar upp nafn og gsm númer. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.