Starfamessan á Selfossi er haldin í dag, miðvikudaginn 10. apríl. Verkefnið er á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands í samstarfið við Atorku, félag atvinnurekenda á Suðurlandi, og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hingað eru mætt fjöldi fyrirtækja og einstakra starfsgreina til að kynna starfsmöguleika í viðkomandi starfsgrein fyrir ungu fólki. Á Starfamessuna eru sérstaklega boðnir velkomnir nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólum á svæðinu sem og framhaldsskólanemar á Suðurlandi. Reiknað er með að um 600-800 nemar muni heimsækja kynninguna í dag.