Námskeið í KNX stýringum

Guðfinnur til vinstri og Sigurjón í mið með viðurkenningarskjöl sem KNX-kennarar.
Guðfinnur til vinstri og Sigurjón í mið með viðurkenningarskjöl sem KNX-kennarar.

RAFMENNT er viðurkennt fræðslusetur fyrir kennslu í KNX stýringum, Basic og Advanced.

Komið er leyfi fyrir kennslu í Basic og hljóta þátttakendur viðurkenningu sem staðfestir þekkingu á sviði KNX stýringa. RAFMENNT þarf að halda tvö Basic námskeið áður en kennsla í Advanced fer af stað. Leiðbeinendur á námskeiðunum hafa sótt námskeið erlendis í KNX stýringum og hafa lokið kennsluréttindanámi (Tutor) frá KNX en þeir eru þeir einu á Íslandi með þessi réttindi svo vitað sé. 

Leiðbeinendur: 

  • Sigurjón Björnsson, rafmagnsverkfræðingur og viðurkenndur KNX kennari. Hefur yfirumsjón með námskeiðinu.
  • Guðfinnur Traustason, rafvirkjameistari og viðurkenndur KNX kennari.

Kennslubúnaðurinn hefur verið endurnýjaður að fullu með góðri aðstoð Rönning sem er umboðsaðili fyrir KNX búnað frá Hager og Berker. Búnaðurinn er settur haganlega í töskur svo auðvelt sé að ferðast með hann á milli staða. Stefnt er m.a. að því að halda námskeið út um land ef næg þátttaka fæst. 

Næsta námskeið verður haldið dagana 18. og 19. janúar n.k. að Stórhöfða 27, 110 Reykjavík. Skráning fer fram hér