1GB - 10Gb, Aðgangskerfi Mílu - fyrirlestur

Miðvikudaginn 5. desember kl. 20:00 mun Kristinn I Ásgeirsson forstöðumaður Aðgangskerfa hjá Mílu kynna breiðbandstengingar á kerfum Mílu, með áherslu á ljósleiðaratengingar. Hann mun ræða högun ljósleiðara uppbyggingar Mílu og ástæður þess að Míla byggir kerfin upp með PON högun í stað svokallaðrar P2P högunar. Einnig mun Kristinn fjalla um frágang á innanhúslögnum fjölbýlishúsa þ.e. lagnir frá inntaki í kjallara og upp i íbúð.

Að lokum verður fjallað um næstu kynslóðar net sem líklega verða að veruleika á næstu árum.  

Skráið ykkur og kíkið við eða fylgist með streymi á netinu.

Nánari upplýsingar hér!