After Effects I námskeið
After Effects I námskeið

 

IÐAN fræðslusetur og Rafiðnaðarskólinn kynna


Mánudaginn 26. febrúar kl. 9-13 í Vatnagörðum 20 

After Effects I - Örfá sæti laus

Þetta námskeið er meira fyrir byrjendur, en þar sem námskeiðið er einnig einstaklingsmiðað, þá getur það einnig nýst þeim sem hafa smá reynslu af vinnslu í After Effects. Photoshop er einnig notað til hliðsjónar til að útskýra hugtök og eiginleika After Effects, þar sem þessi tvö forrit eru mjög sambærileg í uppbyggingu.

Farið verður yfir viðmót After Effects og þau verkfæri sem er mest notast við. Einnig verður farið yfir helstu hugtök og flýtilykla til að flýta fyrir vinnslu í forritinu, sem verður einnig deilt á nemendur til að hafa til hliðsjónar.
       
Nemendum verður kynnt hvernig hægt er að búa til hreyfingar á texta eða titla af eigin hendi og einnig með flýtileiðum sem eru í boði. Einnig mun nemendum kennt að bæta inn grafík og hljóði með textanum og er öllum frjálst að koma með sitt eigið efni útfrá ákveðinni forskrift sem kynnt verður áður en námskeiðið hefst.
       
Skil á verkefni námskeiðisins verður unnið í þeim stöðlum sem notaðir eru af fagaðilum við skil á efni til sjónvarpsstöðva. Þar verður notast við Adobe Media Encoder og sýnt hvernig það forrit einfaldar ferlið og býður uppá að gera mismunandi útgáfur af myndbandinu fyrir mismunandi miðla, líkt og sjónvarpsstöðvar, youtube ofl.

 

Nánar um námskeiðið og skráning er hér!