Raspberry Pi

 

Raspberry Pi námskeið

Lýsing: 

Grunnnámskeið í tækjaforritun. Með tilkomu smátölvunnar Raspberry Pi gefst hverjum sem er tækifæri á að lesa gögn af jaðartækjum með einföldum og ódýrum hætti, vinna úr þeim gögnum og framkvæma aðgerðir samkvæmt þeim skilyrðum sem forrituð eru. Sem dæmi þá getur inntakið verið skynjari, myndavél eða annað jaðartæki og eftir úrvinnslu gagnanna er hægt að ræsa aðrar stýringar eða birta gögnin sem unnið er úr. 

 

 

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra:

 • Python forritun (breytur, skilyrði, föll, listar, lúppur)
 • Uppsetningu á Raspberry Pi og Linux umhverfið
 • Tenging hitaskynjara í rafrás á Raspberry Pi.
 • Aflestur af hitaskynjara
 • Úrvinnsla hitagagna
 • Geymsla á hitagögnum
 • Birting hitagagna á vefsíðu með HTML og Javascript


 1.dagur

 • Uppsetning á Raspberry Pi.
 • Grunnkennsla í Linux
 • Grunnkennsla í Python
 • Verkefnavinna

 2.dagur

 • Hvað er GPIO (General Purpose Input/Output)
 • Tenging hitaskynjara
 • Aflestur hitaskynjara með Python
 • Úrvinnsla og geymsla gagna
 • Verkefnavinna

 3.dagur

 • Vefþjónar og HTTP
 • Birting gagna með HTML
 • Lifandi birting með Javascript
 • Verkefnavinna

Námskeiðið er samtals 3 dagar, haldið á þremur mánudögum í röð með viku fresti.

Dagsetning Kennslutími
08.10.2018 - 22.10.2018 08:30-18:00 Skráning