Rafsegulsvið hætta eða hugarvíl

Lýsing:
Þátttakendur læra að þekkja muninn á rafsegulsviði, rafsviði, rafsegulöldum og jarðgeislum. Nemendur eiga að námskeiði loknu að geta skilgreint og skilið áhrif rafmengunar, mælt svið og gert ráðstafanir til minnkunar. Þeir kynnast algengustu upptökum rafsegulsviðs og viti hvar líklegust upptök eru og hvaðan mesta dreifing er. Þekkja fyrirbærið rafsegulóþol og helstu einkenni þess og hvaða mælieiningar gilda gagnvart slíkum vanda. Framkvæmdar eru mælingar á rafsviði, rafsegulsviði og útvarpsbylgjum og fjallað um hvar upptök geislunar geta legið og aðferðir til að minnka geislun. 

1. Kynning á námskeiðinu. Forsendur umræðu erlendis, hérlendis. Segulsvið! Hversvegna ótti við rafmengun. Umræðan í þjóðfélaginu. Þekktar mælingar og árangur. Niðurstöður nokkurra rannsókna. Faraldsfræði.

2. Rafmagnsfræði. AC straumur. DC straumur. Segulsvið. Rafsvið. (riðspennu og jafnspennu) Útvarpsbylgjur. Skoðun helstu mælitækja. Mæliaðferðir. Hvar er rafsegulsvið? Hvar er rafsvið? Hvar eru útvarps- bylgjur? Lágtíðnisviði, hátíðnisviði, rafsegulsvið, rafsvið, útvarpsbylgjur. Rafkerfi húsa. 2 fasar. 3 fasar. Núllun. Inntak rafmagns. Inntak frá vatnsveitu og hitaveitu. 4 víra kerfi. 5 víra kerfi. Mismunandi klær. Mikilvægi jarðsambands.

3. Rafsegulóþol. Einkenni, hugsanlegar orsakir, afleiðingar. Jónajafnvægi. Mikilvægi raka og hita. Stöðurafmagn. Denis Henshaw og rannsóknir hans. Cyril Smith og rannsóknir hans.

4. Verklegar æfingar. 4 hópar. 4 mæliverkefni með mismunandi mælitækjum. Rafsegulsvið, rafsvið, upphleðsla stöðurafmagns, útvarpsbylgjur, geislun. Verkefni.

 

Fyrir hverja:
Fagmenn sem vilja kynna sér helstu atriði varðandi hugsanleg heilsufarsáhrif rafsegulsviðs og skoða umræðuna um rafmengun á faglegum grundvelli í þeim tilgangi að gera fagmann á rafiðnsviði færan um að meta styrk geislunar og hvort þörf sé aðgerða.

 

Undirstaða:    Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.

 

Lengd:    2 dagar

Dagsetning Kennslutími
02.11.2018 - 03.11.2018 08:30-18:00 Skráning