Raflagnatækni 2

Lýsing:
 
-Farið er yfir helstu atriði byggingarreglugerðar  er snertir störf rafiðnaðarmanna og lagnaleiðir í mannvirkjum og atriði sem ber að varast vegna hefðbundinna starfa rafiðnaðarmanna í byggingum.

 -Farið er yfir helstu atriðiði reglugerðar um raforkuvirki, tvær helstu kerfisgerðir   lágspennukerfisgerðirnar, gildi sjónskoðana og prófana, uppbyggingu innra  öryggsstjórnunarkerfis rafverktaka, farið yfir helstu þætti við úttektir og mælingar, hvers  vegna mælingar og hvaða mæligildi.

 -Mælagildi metin og útfylling skýrslu um neysluveitu

 -Farið  er m.a yfir helstu viðfangsefni lýsingarfræðinnar svo sem hugtökin og fræðin á bak við litarhitastig, litarendurgjöf, ljósmagn, glýju og ljóstækni verða rædd og áhersla verður lögð á að sýna hvernig LED ljósgjafinn hefur algjörlega breytt því  hvernig hönnuðir, verktakar og framleiðendur vinna með ljósgjafa.  Gömlu hefðbundnu ljósgjafarnir bornir saman við LED  og farið í praktísk atriði eins og skynjun á ljósi í rými, efnisnotkun og endurkast. Hverju þarf að huga að þegar lýsing er hönnuð í ákveðin rými og hvað þarf að hafa í huga við sölu og uppsetningu ljósbúnaðar.   

 -Námskeiðið er í fyrirlestrar- og umræðuformi og þátttakendur leysa skrifleg verkefni og sinna tölvuvinnu.

Fyrir hverja :    Þá sem eru í Meistaranámi Rafvirkja 

Tímalengd :    3 dagar

Kennari : Guðni Guðjónsson

Dagsetning Kennslutími
08.11.2018 - 10.11.2018 08:30-18:00 Skráning