Raflagnatækni 1 Útboð og kostnaðaráætl

Lýsing:

Þátttakendur læra að nota ákvæðisvinnugrundvöllin ásamt því að notfæra sér forritið sem er á netinu, stofna verk, einingablöð,  uppgjör og ganga frá uppgjöri verks. Gera kostnaðráætlanir, verðútreikninga og tilboð byggt á ákvæðisvinnuverðskrá, útboðsgögnum og öðrum gögnum. 
Farið í myndun útseldrar vinnu, teknir fyrir liðir sem hún þarf að innifela bæði skattar og launatengd gjöld og annar kostnaður sem til fellur og fyrirtækið eða meistarinn þarf að bera. Fylla inn í magnskrá við tilboðsgerð þar sem gert er ráð fyrir öllum þessum liðum. Þá er farið í helstu staðla og lög sem þessu tengjast.                       

                    
Innihald:

  • Ákvæðisvinnuverðskrá rafiðna.
  • Vinna á tölvuforriti sem inniheldur ákvæðisgrundvöllinn.
  • ÍST 30:2012  Almennir útboðs og samningsskílmálar um verkframkvæmdir.
  • Lög um framkvæmd útboða.
  • Fyrirmæli um vinnubrögð.
  • Myndun útseldrar vinnu og ákvæðisvinnueiningar.
  • Ýmislegt er varðar gerð tilboða og kostnaðarúreikninga.
  • Eyðublöð og samningar.

Gerð tilboðs í ákveðið verkefni, tilboðin opnuð á sama tíma.

 

Leiðbeinandi : Ólafur Sigurðsson

 

Fyrir hverja:    Þá sem þurfa að gera verk- og kostnaðaráætlanir vegna raflagna.

 

Undirstaða:    Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.

 

Tímalengd:    3 dagar

Dagsetning Kennslutími
08.11.2018 - 10.11.2018 08:30-18:00 Skráning