Námskeið f/kunnáttumenn

Lýsing:   Námskeiðið fjallar um hvernig staðið er að setningu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfum. Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerfum. Farið er yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur Mannvirkjastofnunar, þar sem orðsending 1/84, VRL 1 og VRL 2 vega þungt,  ásamt viðeigandi ákvæðum í Reglugerð um raforkuvirki (RUR) og viðeigandi staðla.


Fyrir hverja:    Starfsmenn raforkuveitna og verktaka sem vilja öðlast þá þekkingu á öryggis- og verklagsreglum sem krafist er til þess að geta framfykgt kröfum þar af lútandi við vinnu við raforkuvirki. 


Undirstaða:  Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking auk starfsreynsu við raforkuvirki.


Tímalengd:    1 dagur

Dagsetning Kennslutími
23.10.2018 08:30-16:59 Skráning
26.10.2018 08:30-18:00 Skráning