Kælitækni

Lýsing:
Að nemandi viti hvað er átt við með hugtökunum kæling og frysting og að hann viti til hvers matvæli eru kæld eða fryst. Að nemandinn þekki helstu eðlisfræðihugtök sem tengjast kælitækninni eins og varmaleiðni, varmaflutning, eimun og þéttingu vökva. Að nemandinn viti hvaða búnaður er aðallega notaður til að frysta með. Nemendur kynnst grundvallarþáttum kælitækninnar og læra um uppsetningu og viðhald minni kæli- og frystikerfa

 

Innihald:
Frumatriði varmafræðinnar kynnt. Farið er yfir grundvallaruppbyggingu, eiginleika og hlutverk einstakra íhluta kæli- og frystikerfa. . Einfaldir útreikningar á rakastigi lofts. Þá er fjallað um eiginleika einstakra kælimiðla og mengunarhættu sem af þeim getur stafað. Þátttakendur setja saman, prófa og stilla kælikerfi.

 

Kennari : Hlöðver Eggertsson

 

Fyrir hverja:    Þá sem vilja kynna sér grundvallarþekkingu á kælitækni.


Undirstaða:    Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.

 

Tímalengd:    40 kennslustundir.